100 gíga leiðin á Reykjanesi

Dags:

lau. 25. feb. 2023

Brottför:

kl. 09:00 frá Mjódd.

Þessi viðburður er liðinn.

Sameinast í bíla hjá Mjódd og ekið á upphafsstað göngunnar. Gangan hefst við Valahnúk og gengið að Gunnuhver. Frá hvernum er haldið upp á Sýrfell en þaðan er gott útsýni yfir nærliggjandi gígaraðir. Frá Sýrfelli er farið út á Stampahraun. Þau eru tvö, það yngra frá um 1226 og hið eldra um 1500-1800 ára gamalt. Leiðin liggur um hraunið að Kerlingabás, gíg sem sjórinn er að mestu búinn að eyða. Á leiðinni er fjöldi gíga og aðrar áhugaverðar hraunmyndanir. Frá Kerlingabás er stutt að fara aftur að Valahnúk. Vegalengd 13 km. Göngutími 4-5 tímar. Samanlögð hækkun um 280 m. 

Fararstjóri er Guðrún Svava Viðarsdóttir

Innifalið í verði er fararstjórn.

Verð 3.900 kr.

Nr.

2302D04