Grímansfell (482 m)

Dags:

lau. 4. feb. 2023

Brottför:

kl. 09:00 frá Mjódd.

Sameinast í bíla hjá Mjódd og ekið á upphafsstað göngunnar. Gangan hefst við bílastæðið við Gljúfrastein í Mosfellsdal. Leiðin liggur eftir merktri slóð meðfram Köldukvísl. Fljótlega er komið að fallegum fossi í ánni sem heitir Helgufoss. Þar er snotur áningarstaður og rústir af seli sem kennt er við Helgu. Áfram er haldið upp fyrir fossinn en spölkorn fyrir ofan hann er farið yfir ána og haldið á brattann. Förinni er heitið á Stórhól sem er austast á Grímannsfelli og er hæsti punktur á fjallinu.

Fararstjóri er Guðrún Svava Viðarsdóttir

Vegalengd 10 km. Göngutími 5 klst. Hækkun 500 m.

Innifalið í verði er fararstjórn.

Verð 3.900 kr.

Nr.

2302D01