Þvers og kruss um Hengilinn 2: Sleggjubeinsskarð - um Ölkelduháls, Klambragil og Reykjadal í Hveragerði

Dags:

lau. 1. okt. 2022

Brottför:

Kl. 09:00 frá Mjódd

Þessi viðburður er liðinn.

RAÐGÖNGUR AÐ HAUSTI : Í haust munum við kanna Hengilssvæðið í þaula. Ganga nokkrar leiðir á Vörðuskeggja og kanna líka leiðir í kringum fjallið. l 

Athugið röðun ferða kann að breytast þannig að farnar séu leiðir yfir Vörðuskeggja í góðu skyggni.

Þetta er skemmtileg ganga um nokkuð fjölbreytt landslag. Við munum sjá ótal hveri og laugar á leiðinni, af öllum mögulegum tegundum. Þessi ganga hentar flestum og er þægileg þó að hún sé nokkuð löng. Endilega takið með sundföt því við munum staldra við í Reykjadal og þvo af okkur rykið.

Vegalengd um 17 km. Göngutími um 7 klst. 

Ef bókað er og greitt gegnum vefsíðuna fyrir kl. 15 á föstudegi fyrir ferð er 10% afsláttur og tekur verðið hér að neðan tillit til þess. Athugið að þeir sem bóka fyrirfram hafa forgang ef pláss í rútu er takmarkað.

Til að taka þátt í ferðum Útivistar þarf að gerast félagsmaður, en þeir sem ekki eru þegar félagsmenn býðst að greiða félagsgjald kr. 8.400 og fá þá félagsskírteini og fyrstu dagsferðina í kaupbæti.

Verð 6.750 kr.

Nr.

2210D01