Dags:
lau. 6. ágú. 2022
Brottför:
Kl. 09:30 frá bílastæði við Móskarðshnjúka
Þessi viðburður er liðinn.
ATH. ferðin fellur niður vegna ónógrar bókunar
Við göngum eftir gamla þjóðveginum sem áður lá um Svínaskarð og upp á hæsta Móskarðshnjúkinn að austan. Fikrum okkur síðan eftir öllum hnjúkunum með ægifagurt útsýni til allra átta. Kíkjum á Laufskörðin en höldum síðan niður frá vestasta hnjúknum og skoðum m.a. fallegan stuðlabergsfoss á leiðinni.
Ef bókað er og greitt gegnum vefsíðuna fyrir kl. 15 á föstudegi fyrir ferð er 10% afsláttur og tekur verðið hér að neðan tillit til þess. Athugið að þeir sem bóka fyrirfram hafa forgang ef pláss í rútu er takmarkað.
Til að taka þátt í ferðum Útivistar þarf að gerast félagsmaður, en þeir sem ekki eru þegar félagsmenn býðst að greiða félagsgjald kr. 8.400 og fá þá félagsskírteini og fyrstu dagsferðina í kaupbæti.