Helgrindur

Dags:

lau. 23. júl. 2022

Brottför:

Kl. 08:00 frá Mjódd

Helgrindur er nafn á áberandi fjallaklasa ofan við Grundarfjörð og nær frá Kaldnasa að Tröllkerlingu. Þau gerast vart drungalegri örnefnin en Helgrindur en það er samt einhver reisn og tign yfir nafninu. Gengið verður á Böðvarskúlu (988 m) sem er hæsti tindurinn og Snæfellsnesið þverað. Í björtu veðri er sérstakt að horfa niður á Kirkjufell og yfir eyjarnar á Breiðafirði. Í fyrstu verður gengið um gróið land en síðan grýttar skriður.

Vegalengd 14-15 km. Hækkun u.þ.b. 850-950 m. Göngutími 7-8 klst.

Ef bókað er og greitt gegnum vefsíðuna fyrir kl. 15 á föstudegi fyrir ferð er 10% afsláttur og tekur verðið hér að neðan tillit til þess. Athugið að þeir sem bóka fyrirfram hafa forgang ef pláss í rútu er takmarkað.

Til að taka þátt í ferðum Útivistar þarf að gerast félagsmaður, en þeir sem ekki eru þegar félagsmenn býðst að greiða félagsgjald kr. 8.400 og fá þá félagsskírteini og fyrstu dagsferðina í kaupbæti.

Verð 8.820 kr.

Nr.

2207D02