Eyjafjallajökull um hvítasunnu AFLÝST

Dags:

lau. 4. jún. 2022

Brottför:

Kl. 08:00 frá Mjódd

Þessi viðburður er liðinn.

Ferðinni er aflýst

Eyjafjallajökull (1666 m) er eitt þekktasta og umtalaðasta fjall landsins á alþjóðavísu. Auk þess að vera eldstöð í jökli er hann með hæstu fjöllum landsins þar sem hann rís tignarlegur yfir Eyjafjöllum. Farin verður svokölluð Skerjaleið upp hjá Grýtutindum við Þórsmerkurleið. Bratt er upp á Litluheiði í upphafi ferðar en síðan er jafnt og þétt á fótinn upp með Skerjunum, móbergshrygg sem gengur upp í gegnum jökulinn. Í fyrstu verður farið norðan þeirra en síðan suður yfir þau og upp með þeim að gígbarminum hjá Goðasteini í 1580 m hæð.

Vegalengd 18 - 20 km. Hækkun 1500 m. Göngutími 9 klst.

Verð 18.000 kr.

Nr.

2206D01