Strandganga um Reykjanes 6: Grindavík – Reykjanestá

Dags:

lau. 14. maí 2022

Brottför:

Kl. 09:00 frá Mjódd

Þessi viðburður er liðinn.

Gangan hefst í Grindavík og endar við Gunnuhver. Staðarhverfi vestan við Grindavík er áhugavert að skoða. Það var eitt sinn fjölmennasta hverfi Grindavíkur en um 2008 var enginn íbúi skráður þar. Brimketil er gaman að skoða eftir suðvestan rok .

Gengið verður um hina einstöku dyngju, Háleyjarbungu, og þaðan meðfram ströndinni að Reykjanestá þar sem Reykjanesviti gnæfir yfir.

Vegalengd 17 km. Hækkun óveruleg. Göngutími 6 klst.

Ef bókað er og greitt gegnum vefsíðuna fyrir kl. 15 á föstudegi fyrir ferð er 10% afsláttur og tekur verðið hér að neðan tillit til þess. Athugið að þeir sem bóka fyrirfram hafa forgang ef pláss í rútu er takmarkað.

Til að taka þátt í ferðum Útivistar þarf að gerast félagsmaður, en þeir sem ekki eru þegar félagsmenn býðst að greiða félagsgjald kr. 8.400 og fá þá félagsskírteini og fyrstu dagsferðina í kaupbæti.

Verð 6.750 kr.

Nr.

2203D04