Strandganga um Reykjanes 2: Strandarkirkja – Herdísarvík

Dags:

lau. 22. jan. 2022

Brottför:

Kl. 12:00 frá Mjódd, ath 12 á hádegi.

Þessi viðburður er liðinn.

Frá Strandarkirkju liggur leiðin fram hjá Vogsósum, norður fyrir Hlíðarvatn að Stakkavík og þaðan um gamlar götur að Herdísarvík. Þar má sjá hvernig mikil umferð gegnum aldirnar hefur grópað djúpar götur í bergið. Litast verður um í Herdísarvík eftir gönguna frá Stakkavík.

ATH breyttur brottfarartími í ljósi veðurspár.

Vegalengd 12 km. Hækkun óveruleg. Göngutími 5 klst.

Fararstjóri er Ingvi Stígsson.

Ef bókað er og greitt gegnum vefsíðuna fyrir kl. 15 á föstudegi fyrir ferð er 10% afsláttur og tekur verðið hér að neðan tillit til þess. Athugið að þeir sem bóka fyrirfram hafa forgang ef pláss í rútu er takmarkað.

Til að taka þátt í ferðum Útivistar þarf að gerast félagsmaður, en þeir sem ekki eru þegar félagsmenn býðst að greiða félagsgjald kr. 8.400 og fá þá félagsskírteini og fyrstu dagsferðina í kaupbæti.

Verð 6.750 kr.

Nr.

2201D04