Reykjavegur 3: Leirdalur – Sogin

Dags:

lau. 8. maí 2021

Brottför:

kl. 8:00 frá Mjódd

Þessi viðburður er liðinn.

Frá Leirdal verður gengið meðfram Núpshlíðarhálsi. Á vegi okkar verða tvö, gömul sel frá Grindavík, Hraunssel og Selsvellir. Farið verður yfir hálsinn sunnan við Spákonuvatn, norðan við Grænavatnseggjar. Gangan endar við Sogin.

Vegalengd 17-18 km. Göngutími 5-6 klst. Hækkun 200 m.

Til að taka þátt í ferðum Útivistar þarf að gerast félagsmaður, en þeir sem ekki eru þegar félagsmenn býðst að greiða félagsgjald kr. 8.000 og fá þá félagsskírteini og fyrstu dagsferðina í kaupbæti.

Fararstjóri er Grétar W. Guðbergsson

Hvaðan er farið?

Verð 6.500 kr.
Verð 6.500 kr.

Nr.

2105D05