Dags:
lau. 28. ágú. 2021
Brottför:
Esjan að norðanverðu er mjög skemmtileg. Í þetta sinn hefst gangan við bæinn Flekkudal við Meðalfellsvatn.
Gengið verður upp á Nónbungu og Skálatind sem er í rúmlega 800 metra hæð. Kannski verður farið á Hátind líka ef vel viðrar. Reiknað er með að fara hring á fjallinu og til baka austan Flekkudals. Nánari ferðatilhögun ræðst þó af veðri.
Vegalengd er 15–17 km. Göngutími um 7 klst.
Verð til félagsmanna kr. 6.000. Ef bókað er og greitt gegnum vefsíðuna fyrir kl. 15 á föstudegi fyrir ferð er 10% afsláttur og tekur verðið hér að neðan tillit til þess. Athugið að þeir sem bóka fyrirfram hafa forgang ef pláss í rútu er takmarkað.
Til að taka þátt í ferðum Útivistar þarf að gerast félagsmaður, en þeir sem ekki eru þegar félagsmenn býðst að greiða félagsgjald kr. 8.000 og fá þá félagsskírteini og fyrstu dagsferðina í kaupbæti.