Löðmundur

Dags:

lau. 14. ágú. 2021

Brottför:

Kl. 08:00 frá Mjódd

Þessi viðburður er liðinn.

Norðan Landmannaleiðar blasir fjallið Löðmundur við, grasi vaxið frá fjallsrótum. Af fjallinu er víðsýnt til allra átta. Segja má að allt hálendið milli Langjökuls, Hofsjökuls og Vatnajökuls blasi við. Gengið verður frá Landmannahelli og farinn hringur um fjallið.

Vegalengd 9 km. Hækkun 700 m. Göngutími 5 klst.

Verð til félagsmanna kr. 9.500. Ef bókað er og greitt gegnum vefsíðuna fyrir kl. 15 á föstudegi fyrir ferð er 10% afsláttur og tekur verðið hér að neðan tillit til þess. Athugið að þeir sem bóka fyrirfram hafa forgang ef pláss í rútu er takmarkað.

Til að taka þátt í ferðum Útivistar þarf að gerast félagsmaður, en þeir sem ekki eru þegar félagsmenn býðst að greiða félagsgjald kr. 8.000 og fá þá félagsskírteini og fyrstu dagsferðina í kaupbæti.

Verð 8.550 kr.

Nr.

2108D02
  • Miðhálendi