Umhverfis Skriðutinda (ath breytt ferðaplan)

Dags:

lau. 31. júl. 2021

Brottför:

Kl. 08:00 frá Mjódd

Þessi viðburður er liðinn.

Skriðutindar er tindaskagi austan við fjallið Skriðu. Þar sem tindarnir liggja alveg upp að Skriðu er þröngt dalverpi sem sagt er að sé hverju kvikindi ófært og þar þarf að fara með gát. Gangan hefst austan við Gullkistu sem er hæð á Miðdalsfjalli. Þaðan eru um 4 km að Skriðutindum. Tindarnir eru margbreytilegir að lögun og skemmtilegir að skoða. Þegar komið er austur fyrir tindaröðina er gott útsýni til Hlöðufells, Högnhöfða og Skriðu. Milli Skriðutinda og Skriðu er Litli Skriðukrókur og verður haldið þar inn að fyrrnefndu dalverpi. Þaðan verður gengið niður á veg þar sem gangan hófst. 

Vegalengd um 22 km. Lítil hækkun. Göngutími 8 klst. 

Fararstjóri er Páll Arnarson.

Verð til félagsmanna kr. 8.000. Ef bókað er og greitt gegnum vefsíðuna fyrir kl. 15 á föstudegi fyrir ferð er 10% afsláttur og tekur verðið hér að neðan tillit til þess. Athugið að þeir sem bóka fyrirfram hafa forgang ef pláss í rútu er takmarkað.

Til að taka þátt í ferðum Útivistar þarf að gerast félagsmaður, en þeir sem ekki eru þegar félagsmenn býðst að greiða félagsgjald kr. 8.000 og fá þá félagsskírteini og fyrstu dagsferðina í kaupbæti.

Verð 7.200 kr.

Nr.

2107D02