Esjan lengri leiðin

Dags:

lau. 5. jún. 2021

Brottför:

Kl. 08:00 frá Mjódd

Hér er um nokkuð krefjandi göngu í nágrenni Reykjavíkur að ræða þar sem gengið er í stórgrýti efst á toppi fjallsins. Á þessari leið er þörf á góðum gönguskóm með góðan stuðning við ökla. Gangan mun hefjast nálægt eyðibýlinu Ártúni sem stóð við Blikadalsá. Þaðan verður svo lagt á syðri hrygg Esjunnar um Smáþúfur, upp á Kambshorn og Kerhólakamb. Þar verður áð og útsýnis notið. Af Kerhólakambi verður svo gengið á Hábungu, þaðan niður og fyrir Þverárdal um Laufskörð og upp á Móskarðahnúk(a). Að lokum þegar síðasta tindi hefur verið náð verður gengið niður að Hrafnhólum þar sem gangan endar.

Vegalengd 24 km. Hækkun 900 m. Göngutími 11-13 tímar. 

Verð til félagsmanna kr. 6.000 og innifalið í því er fararstjórn og rúta. Ef bókað er og greitt gegnum vefsíðuna fyrir kl. 15 á föstudegi fyrir ferð er 10% afsláttur og tekur verðið hér að neðan tillit til þess. Athugið að þeir sem bóka fyrirfram hafa forgang ef pláss í rútu er takmarkað.

Til að taka þátt í ferðum Útivistar þarf að gerast félagsmaður, en þeir sem ekki eru þegar félagsmenn býðst að greiða félagsgjald kr. 8.000 og fá þá félagsskírteini og fyrstu dagsferðina í kaupbæti.

Verð 5.400 kr.

Nr.

2106D01