Húsfell og Búrfellsgjá

Dags:

lau. 6. mar. 2021

Brottför:

kl. 9:30.

Þessi viðburður er liðinn.

Húsfell er lágt fell inn af Heiðmörk sem rís 288 metra yfir sjávarmál. Af fjallinu er mjög víðsýnt. Gangan er létt á fótinn en nokkuð löng og liggur um falleg nútíma hraun. Á leiðinni verður m.a. kíkt við í Valabóli, gömlu aðsetri leitarmanna. Vegalengd 8-8,5 km. Hækkun 250 m. Göngutími 3 klst.

Verð til félagsmanna kr. 6.000 og innifalið í því er fararstjórn og rúta. Ef bókað er og greitt gegnum vefsíðuna fyrir kl. 15 á föstudegi fyrir ferð er 10% afsláttur Athugið að þeir sem bóka fyrirfram hafa forgang ef pláss í rútu er takmarkað.

Ath. að farið verður úr Mjódd á einkabílum.

Til að taka þátt í ferðum Útivistar þarf að gerast félagsmaður, en þeir sem ekki eru þegar félagsmenn býðst að greiða félagsgjald kr. 8.000 og fá þá félagsskírteini og fyrstu dagsferðina í kaupbæti.

Hvaðan er farið?

Verð 6.000 kr.

Nr.

2103D01
  • Suðvesturland