Hafnir – Stóra Sandvík

Dags:

lau. 13. feb. 2021

Brottför:

kl. 9:30.

Gangan hefst í Höfnum. Hafnir tilheyra nú Reykjanesbæ og eiga sér 1100 ára sögu sem gaman er að kynna sér. Frá Höfnum verður gengið um Merkines að Hafnarbergi og að Stóru Sandvík. Stóra Sandvík er afar vel gerð vík af náttúrunnar hendi. Fyrir einhverjum árum var sáð melgresi til að hefta sandfok.

Vegalengd 14 km. Hækkun óveruleg. Göngutími 5 klst.

Verð til félagsmanna kr. 7.000 og innifalið í því er fararstjórn og rúta. Ef bókað er og greitt gegnum vefsíðuna fyrir kl. 15 á föstudegi fyrir ferð er 10% afsláttur og tekur verðið hér að neðan tillit til þess. Athugið að þeir sem bóka fyrirfram hafa forgang ef pláss í rútu er takmarkað.

Til að taka þátt í ferðum Útivistar þarf að gerast félagsmaður, en þeir sem ekki eru þegar félagsmenn býðst að greiða félagsgjald kr. 8.000 og fá þá félagsskírteini og fyrstu dagsferðina í kaupbæti.

Verð 6.300 kr.

Nr.

2102D02
  • Suðvesturland