Herdísarvík – Strandakirkja

Dags:

lau. 23. jan. 2021

Brottför:

Gangan hefst í Herdísarvík. Frá Herdísarvík liggur leiðin að Stakkavík meðfram Hlíðarvatni fram hjá Vogsósum að Strandarkirkju. Strandarkirkja í Selvogi var fyrst byggð á 13. öld. Sagan segir frá sjómönnum sem lentu í sjávarháska á leið til Íslands og hétu á Guð að ef þeir kæmust heilir í land myndu þeir byggja kirkju á þeim stað sem þeir kæmu að.

Vegalengd 12 km. Hækkun óveruleg. Göngutími 5 klst.

Verð til félagsmanna kr. 7.000. og innifalið í því er fararstjórn og rúta. Ef bókað er og greitt gegnum vefsíðuna fyrir kl. 15 á föstudegi fyrir ferð er 10% afsláttur og tekur verðið hér að neðan tillit til þess. Athugið að þeir sem bóka fyrirfram hafa forgang ef pláss í rútu er takmarkað.

Til að taka þátt í ferðum Útivistar þarf að gerast félagsmaður, en þeir sem ekki eru þegar félagsmenn býðst að greiða félagsgjald kr. 8.000 og fá þá félagsskírteini og fyrstu dagsferðina í kaupbæti.

Verð 6.300 kr.

Nr.

2101D03
  • Suðvesturland