Garðskagaviti – Hvalneskirkja

Dags:

lau. 16. jan. 2021

Brottför:

kl. 9:30

Þessi viðburður er liðinn.

Gangan hefst við Garðskagavita. Ströndin frá Sandgerði að Hvalsnesi er afar falleg, bæði með sandbreiðum og stórgrýttum bökkum. Frá Garðskaga er gengið að Hafurbjarnarstöðum og þaðan að Sandgerði. Sandgerðisviti var byggður árið 1921 og endurbyggður árið 1945.

Vegalengd 14 km. Hækkun óveruleg. Göngutími 5 klst.

Brottför úr Mjódd norðan Breiðholtskirkju kl. 9.30.

Fararstjóri er Ásta Þorleifsdóttir.

Verð til félagsmanna kr. 7.000 og innifalið í því er fararstjórn og rúta. Athugið að þeir sem bóka fyrirfram hafa forgang ef pláss í rútu er takmarkað.

Til að taka þátt í ferðum Útivistar þarf að gerast félagsmaður, en þeir sem ekki eru þegar félagsmenn býðst að greiða félagsgjald kr. 8.000 og fá þá félagsskírteini og fyrstu dagsferðina í kaupbæti.

Athugið að ef veðurspá er betri fyrir sunnudag er hugsanlegt að ferðinni frestað um dag.

Verð 7.000 kr.

Nr.

2101D02
  • Suðvesturland