Sumaráskorun Útivistar 2020

Dags:

lau. 2. maí 2020

Brottför:

Brottför frá Hafnarfirði klukkan 7:00 - mæting 6:45.

DSCN5417.jpg

Sumaráskorun Útivistar 2020

Taktu þátt í rúmlega 38 kílómetra Sumaráskorun Útivistar 2020 þann 2. maí 2020 þegar gengið verður frá Strandarkirkju, upp Hlíðarskarð, þaðan inn á Selvogsgötu alla leið í Hafnarfjörð á einum degi.  Vissara er að halda sunnudeginum 3. maí frá ef fresta þarf brottför vegna veðurs.  Hér er um að ræða verðuga áskorun sem reynir á úthald og gönguþol þátttakenda.  Öflugt teymi fararstjóra Útivistar kemur að skipulagi og framkvæmd ferðarinnar en henni má skipta í þrjá hluta.

Fyrsti hluti:

Rúta ekur þátttakendum frá Hafnarfirði að Strandarkirkju.  Um 7 kílómetra leið frá Strandarkirkju eftir vegi að Hlíðarskarði þar sem fyrri drykkjarstöð er staðsett og farangri er trússað.  Fyrsti hlutinn er einfaldur og hraðgengur og þátttakendur hvattir til að bera sem minnstan farangur með sér á þessari leið.

Annar hluti:

Um 16 kílómetra leið frá Hlíðarskarði niður Grindarskörð.  Leggurinn hefst með löturhægri uppgöngu en svo tekur við rösk heiðarganga niður í Grindarskörð.  Þar er seinni drykkjarstöð og geta þátttakendur fengið trússað allt að 1,5 kílói pr. þátttakanda en drykkjum, búnaði og farangri er trússað þangað á reiðhjólum.

Þriðji hluti:

Um 15 kílómetra leið frá Grindarskörðum í Hafnarfjörð.  Leiðin er greiðfær og svo gott sem laus við hækkun.

Erfitt?

Já, um ákaflega langa göngu er að ræða með fjögurra skóa gráðun og ætluð reyndari félagsmönnum til að skora á sig.  Fyrirkomulag ferðarinnar er þó með þeim hætti að auðvelda þátttakendum að ljúka við áskorunina þar sem hægt verður að flytja nesti og drykki á tvo staði á gönguleiðinni til að minnka burð.  Ertu ekki félagsmaður?  Ekkert mál - þú skráir þig bara í leiðinni!

Almennt verð: 12.900 krónur

Verð í forskráningu: 9.900 krónur

Nánari upplýsingar gefur Guðmundur Örn Sverrisson.

Verð 9.900 kr.
Verð 9.900 kr.

Nr.

2005D00
  • Suðvesturland