Litla Björnsfell

Dags:

lau. 8. ágú. 2020

Brottför:

frá BSÍ kl. 8:00

Þessi viðburður er liðinn.

Töluverður akstur er að uppgönguleið á Litla Björnsfell. Ekið verður inn á Kaldadalsleið og hefst gangan við Kerlingu. Gengið verður norðan við Hrúðurkarla um gróðursnautt svæði að Litla Björnsfelli. Það er nokkuð snörp ganga upp fjallið. Af toppnum er glæsilegt útsýni til Þórisjökuls, Stóra Björnsfells, Hlöðufells og Skjaldbreiðar svo eitthvað sé nefnt. Göngutími 7 klst. Vegalegnd 14 km. 

Verð til félagsmanna kr. 7.500. Ef bókað er og greitt gegnum vefsíðuna fyrir kl. 15 á föstudegi fyrir ferð er 10% afsláttur og tekur verðið hér að neðan tillit til þess. Athugið að þeir sem bóka fyrirfram hafa forgang ef pláss í rútu er takmarkað.

Til að taka þátt í ferðum Útivistar þarf að gerast félagsmaður, en þeir sem ekki eru þegar félagsmenn býðst að greiða félagsgjald kr. 7.800 og fá þá félagsskírteini og fyrstu dagsferðina í kaupbæti.

Hætt við ferðina, ekki næg þátttaka.


Verð 6.750 kr.

Nr.

2008D02
  • Suðvesturland