Þingvellir 3: Heiðarbær – Þingvellir

Dags:

lau. 7. nóv. 2020 - mán. 23. nóv. 2020

Brottför:

frá BSÍ kl. 9:30

Þessi viðburður er liðinn.

FRESTAÐ VEGNA HERTRA SAMKOMUTAKMARKANA:

Frá Heiðarbæ verður vatnsbakka Þingvallavatns fylgt inn á Kárastaðanes. Á leiðinni verður komið að Hrútagjá, Lambagjá og síðan Hestagjá. Þá er stutt í sjálfan Þjóðgarðinn og þangað sem Valhöll stóð. Göngu lýkur á Efri-Völlum. Vegalengd 10-11 km. Engin hækkun. 

Verð til félagsmanna kr. 6.500. Ef bókað er og greitt gegnum vefsíðuna fyrir kl. 15 á föstudegi fyrir ferð er 10% afsláttur og tekur verðið hér að neðan tillit til þess. Athugið að þeir sem bóka fyrirfram hafa forgang ef pláss í rútu er takmarkað.

Hægt að bóka í rútu (allir með grímur) eða á eigin bíl (50% afsl. en fullt gjald ef rúta er notuð)

Til að taka þátt í ferðum Útivistar þarf að gerast félagsmaður, en þeir sem ekki eru þegar félagsmenn býðst að greiða félagsgjald kr. 7.800 og fá þá félagsskírteini og fyrstu dagsferðina í kaupbæti.

Fararstjóri Guðrún Hreinsdóttir. Einnig er hægt að fara Hrafnabjörg sama dag (annar fararstjóri).

Athugið, að það er breytt dagsetning á þessum ferðum vegna covid (voru áður á dagskrá 31.10).

Verð 5.850 kr.

Nr.

2010D07