Leggjabrjótur næturganga

Dags:

þri. 16. jún. 2020 - mið. 17. jún. 2020

Brottför:

frá BSÍ kl. 19:00

Þessi viðburður er liðinn.

Árleg sumarnæturganga Útivistar hinn 17. júní yfir Leggjabrjót. Gengið er úr Svartagili upp með Öxará yfir hinn eiginlega Leggjabrjót að Sandvatni. Farið er fram á brúnir Brynjudals og horft niður á Skorhagafoss í Brynjudalsá. Síðan liggur leiðin yfir Hrísháls niður í Botnsdal. Þessi ferð er góð upphitun fyrir Jónsmessugöngu Útivistar. Vegalengd 16-18 km. Hækkun 500 m. Göngutími 6 klst.

Verð til félagsmanna kr. 6.500. Ef bókað er og greitt gegnum vefsíðuna fyrir kl. 15 á föstudegi fyrir ferð er 10% afsláttur og tekur verðið hér að neðan tillit til þess. Athugið að þeir sem bóka fyrirfram hafa forgang ef pláss í rútu er takmarkað.

Til að taka þátt í ferðum Útivistar þarf að gerast félagsmaður, en þeir sem ekki eru þegar félagsmenn býðst að greiða félagsgjald kr. 7.800 og fá þá félagsskírteini og fyrstu dagsferðina í kaupbæti.

Verð 5.850 kr.

Nr.

2006D03
  • Suðvesturland