Krýsuvíkurgata

Dags:

lau. 25. jan. 2020

Brottför:

frá BSÍ kl. 9:30

Þessi viðburður er liðinn.

Gangan hefst sunnan Bæjarfells við kirkjustæði Krýsuvíkurkirkju. Gengið verður í vestur í átt að Ísólfsskála. Á leiðinni er m.a. gengið framhjá tveimur Mælifellum, Krýsuvíkur-Mælifelli og Skála-Mælifelli. Gengið verður sunnan við Sveifluháls, yfir Núpshlíð syðst á Núpshlíðarhálsi. Áætluð vegalengd 13-15 km. Hækkun 250-300 m.

Til að taka þátt í ferðum Útivistar þarf að gerast félagsmaður, en þeir sem ekki eru þegar félagsmenn býðst að greiða félagsgjald kr. 7.800 og fá þá félagsskírteini og fyrstu dagsferðina í kaupbæti.

Verð í ferðina er kr. 6.000 en ef bókað er fyrir kl. 15 á föstudegi fyrir ferð er 10% afsláttur. Verðið hér að neðan miðast við það.

Verð 5.400 kr.

Nr.

2001D04
  • Suðvesturland