Hrafnabjörg

Dags:

lau. 12. okt. 2019

Brottför:

frá BSÍ kl. 9:30.

Hrafnabjörg við austanvert Þingvallavatn er fjall sem margir horfa til og langar að sigra. Frá Barmaskarði verður gengið vestanvert við Reyðarbarm og síðan yfir hraunið að Hrafnabjörgum.  Af fjallinu er ægifagurt útsýni yfir Þingvelli. Vegalengd 15 km. Hækkun 400 m. Göngutími 5-6 klst.

Fararstjóri er Guðrún Svava Viðarsdóttir.

Verð til félagsmanna kr. 7.000. Ef bókað er og greitt gegnum vefsíðuna fyrir kl. 15 á föstudegi fyrir ferð er 10% afsláttur og tekur verðið hér að neðan tillit til þess. Athugið að þeir sem bóka fyrirfram hafa forgang ef pláss í rútu er takmarkað.

Til að taka þátt í ferðum Útivistar þarf að gerast félagsmaður, en þeir sem ekki eru þegar félagsmenn býðst að greiða félagsgjald kr. 7.500 og fá þá félagsskírteini og fyrstu dagsferðina í kaupbæti.

Verð 6.300 kr.

Nr.

1910D02