Eldborg – Þrællyndisgata – Litlahraun

Dags:

lau. 3. ágú. 2019

Brottför:

frá BSÍ kl. 8:00

Þessi viðburður er liðinn.

Gengið að Eldborg á Mýrum frá Snorrastöðum og hún skoðuð. Haldið til baka að Snorrastöðum en þaðan er Kaldá fylgt til sjávar. Gengið er með fjörunni að Þrællyndisgötu og henni síðan fylgt að Litlahrauni. Þaðan er síðan farið að Stóra-Hrauni. Göngutími 5-6 klst.

Fararstjóri er Steinar Frímannsson.

Ef bókað er og greitt gegnum vefsíðuna fyrir kl. 15 á föstudegi fyrir ferð er 10% afsláttur og tekur verðið hér að neðan tillit til þess. Athugið að þeir sem bóka fyrirfram hafa forgang ef pláss í rútu er takmarkað.

Til að taka þátt í ferðum Útivistar þarf að gerast félagsmaður, en þeir sem ekki eru þegar félagsmenn býðst að greiða félagsgjald kr. 7.500 og fá þá félagsskírteini og fyrstu dagsferðina í kaupbæti.

Verð 7.650 kr.

Nr.

1908D01