Þórisjökull - fellur niður

Dags:

lau. 29. jún. 2019

Brottför:

frá Útivist kl. 8:00

Þessi viðburður er liðinn.

Þórisjökull er móbergsstapi með jökulhettu. Gengið af Kaldadal vestan á stapann. Í fyrstu farið upp bratta hlíð en síðan taka við skriður og jökulurðir inn að jöklinum. Jökulgangan er á fótinn en efst er jökulbungan og ekki gott að finna hæsta punkt. Útsýni er gríðarmikið til allra átta. Af jöklagöngu að vera er ganga á Þórisjökul tiltölulega þægileg. Vegalengd 18-20 km. Hækkun 650 m. Göngutími 7-8 klst.

VEGNA VEÐURSKILYRÐA ÆTLUM VIÐ AÐ GEYMA OKKUR ÞESSA FERÐ.

Nú er spáð lágskýjuðu og bætir þar að auki í vindinn. Það væri hægt að fara en erfitt og ekkert útsýni.

Lesa má gátlista í almennar dagsferðir. Að auki þarf belti, jöklabrodda og ísexi í jöklaferðir.

Fararstjóri er Páll Arnarson.

Verð til félagsmanna kr. 8.500. Ef bókað er og greitt gegnum vefsíðuna fyrir kl. 15 á föstudegi fyrir ferð er 10% afsláttur og tekur verðið hér að neðan tillit til þess. Athugið að þeir sem bóka fyrirfram hafa forgang ef pláss í rútu er takmarkað.

Athugið að frímiði gildir ekki í jöklaferðir.

Til að taka þátt í ferðum Útivistar þarf að gerast félagsmaður. Þeim sem ekki eru félagsmenn býðst að greiða félagsgjald kr. 7.500 og fá þeir þá félagsskírteini og eina létta dagsferð í kaupbæti.

Verð 7.650 kr.

Nr.

1906D04