Leggjabrjótur næturganga

Dags:

sun. 16. jún. 2019 - mán. 17. jún. 2019

Brottför:

frá BSÍ kl. 19:00.

Þessi viðburður er liðinn.

Hefð hefur skapast fyrir því að ganga hina fornu þjóðleið Leggjabrjót milli Hvalfjarðar og Þingvalla aðfaranótt 17. júní. Gengið verður frá Svartagili á Þingvöllum og niður í Botnsdal í Hvalfirði. Vegalengd 15 km. Hækkun 500 m. Göngutími 5-6 klst.

Athugið að leiðinni hefur verið snúið við þannig að byrjað verður að ganga á Þingvöllum í stað þess að byrja í Hvalfirði.

Fararstjóri er Páll Arnarson.

Verð til félagsmanna kr. 6.000. Athugið að þeir sem bóka fyrirfram hafa forgang ef pláss í rútu er takmarkað.

Til að taka þátt í ferðum Útivistar þarf að gerast félagsmaður en þeim sem ekki eru félagsmenn nú þegar, býðst að greiða félagsgjald kr. 7.500 og fá þá félagsskírteini og fyrstu dagsferðina í kaupbæti. Vinsamlegast hafið samband við skrifstofuna ef þið hyggist nota frímiða í ferðina.

Verð 6.000 kr.

Nr.

1906D03