Afmælisganga á Keili

Dags:

lau. 23. mar. 2019

Brottför:

frá BSÍ kl. 9:30

Þessi viðburður er liðinn.

Fyrsta ferð Útivistar eftir stofnun félagsins 1975 var gönguferð á Keili. Á hverju ári hefur verið haldið upp á afmælið með því að ganga á fjallið. Farið frá Höskuldarvöllum yfir hraunið að fjallinu. Boðið verður upp á veitingar í ferðinni. Vegalengd 7-8 km. Hækkun 200 m. Göngutími 4 tímar.

Athugið að aðstæður á fjallinu geta orðið til þess að breyta ferðaplani þannig að ekki verði farið á toppinn. Fararstjórar hafa kannað aðstæður er og eins og staðan er núna er víða harðfenni á bröttum köflum og því getur uppganga verið varhugaverð. Fararstjórar hafa hins vegar skemmtilegt varaplan uppi í erminni.

Verð til félagsmanna kr. 5.000. Athugið að þeir sem bóka fyrirfram hafa forgang ef pláss í rútu er takmarkað.

Til að taka þátt í ferðum Útivistar þarf að gerast félagsmaður, en þeir sem ekki eru þegar félagsmenn býðst að greiða félagsgjald kr. 7.500 og fá þá félagsskírteini og fyrstu dagsferðina í kaupbæti.

Fararstjóri er Guðmundur Örn Sverrisson

Verð 5.000 kr.

Nr.

1903D04
  • Suðvesturland