Skógfellavegur

Dags:

lau. 23. feb. 2019

Brottför:

frá BSÍ kl. 8:00, ath kl. átta.

Þessi viðburður er liðinn.

Vegna snjóalaga er dagsferð næsta laugardags breytt þannig að í stað þess að fara á Stóra-Kóngsfell og Drottningu verður farinn Skógfellavegur.

Athugið að brottför frá BSÍ er klukkan 8:00.

Skógfellavegur er þjóðleiðin á milli Voga og Grindavíkur. Leiðin dregur nafn af Litla- og Stóra-Skógfelli er standa við götuna. Hún er vel vörðuð og djúpt mörkuð af mikilli umferð fyrri tíma. Gatan liggur um fjölbreytta náttúru; gjár og gígaraðir, hraun, gróður, kjarr og mosa. Mjög áhugaverð ganga um ósnortið land og utan sjónmáls mannvirkja nútímans. Vegalengd 17 km. Hækkun óveruleg. Göngutími 6-7 klst.

Fararstjóri er Guðmundur Örn Sverrisson.

Til að taka þátt í ferðum Útivistar þarf að gerast félagsmaður, en þeir sem ekki eru þegar félagsmenn býðst að greiða félagsgjald kr. 7.500 og fá þá félagsskírteini og fyrstu dagsferðina í kaupbæti.

Verð 6.000 kr.

Nr.

1902D04