Hvalfjörður 5: Hvalfjarðargöng - Breið, ATH. breytt dags.

Dags:

sun. 18. nóv. 2018

Brottför:

frá BSÍ kl. 9:30

Þessi viðburður er liðinn.

Gangan hefst við Hvalfjarðargöng. Þaðan verður haldið niður að ströndinni og henni fylgt eins og kostur er alla leið að Gamla vitanum á Breiðinni. Gengið er framhjá Innra-Hólmi, Hretbryggju og Heynesi, eftir Langasandi að Gamla vitanum. Þar með lýkur raðgöngunni sem hófst í Þorlákshöfn þann 14 febrúar 2016. Vegalengd 12 km. Hækkun óveruleg. Göngutími 4 klst.

ATH: vegna veðurútlits er gangan færð yfir á sunnudag, en í veðurspá gerir ráð fyrir slagveðri á laugardag.

Athugið að þeir sem bóka fyrirfram hafa forgang ef pláss í rútu er takmarkað.

Til að taka þátt í ferðum Útivistar þarf að gerast félagsmaður, en þeir sem ekki eru þegar félagsmenn býðst að greiða félagsgjald kr. 7.500 og fá þá félagsskírteini og fyrstu dagsferðina í kaupbæti.

Verð 5.500 kr.

Nr.

1811D03
  • Suðvesturland