Dags:
lau. 27. okt. 2018
Brottför:
frá BSÍ kl. 8:00
Þessi viðburður er liðinn.
Bláfjallaleiðin var kynnt af Náttúruverndarfélagi Suðvesturlands 1985. Sú leið liggur frá Bláfjallaskála niður í miðbæ. Leiðin verður gengin í tveimur hlutum og hefst fyrri hlutinn við Bláfjallaskála. Gengið verður um Rauðuhnjúka, Selfjall og Sandfell í Heiðmörk. Vegalengd um 20 km. Hækkun óveruleg. Göngutími um 7 klst.
Til að taka þátt í ferðum Útivistar þarf að gerast félagsmaður, en þeir sem ekki eru þegar félagsmenn býðst að greiða félagsgjald kr. 7.500 og fá þá félagsskírteini og fyrstu dagsferðina í kaupbæti.
Fararstjóri: Guðmundur Örn Sverrisson