Hvalfjörður 1: Hvalfjarðarbotn - Þyrill - Litli Sandur

Dags:

lau. 22. sep. 2018

Brottför:

frá BSÍ kl. 9:30

Þessi viðburður er liðinn.

Gangan hefst við Botnsskála. Reynt verður að fylgja kindagötum við Botnsá að þjóðvegi og síðan götum eða fjöru þar til farið er yfir þjóðveginn aftur. Þá verður farið eftir gömlum vegslóða þar til hann beygir til móts við veginn á Þyrilsnes. Gengið fram og til baka á Þyrilsnesinu og sögur af svæðinu rifjaðar upp. Af Þyrilsnesinu er síðan farið niður í fjöru og henni fylgt eins og hægt er að Litla Sandi. Vegalengd um 14 km. Hækkun óveruleg. Göngutími um 5 klst.

Fararstjóri er GuðrúnHreinsdóttir.

Athugið að þeir sem bóka fyrirfram hafa forgang ef pláss í rútu er takmarkað.

Til að taka þátt í ferðum Útivistar þarf að gerast félagsmaður, en þeir sem ekki eru þegar félagsmenn býðst að greiða félagsgjald kr. 7.500 og fá þá félagsskírteini og eina dagsferðina í kaupbæti.

Verð 5.500 kr.

Nr.

1809D03
  • Vesturland