Skarðsheiðarvegur að Snók FELLUR NIÐUR

Dags:

sun. 2. sep. 2018

Brottför:

frá BSÍ kl. 8:00. ATH kl. átta

Þessi viðburður er liðinn.

Skarðsheiðarvegur er forn þjóðleið á milli Leirársveitar og Andakíls. Fjallasýn er einstaklega tignarleg með hvassa tinda Skarðsheiðar: Skessuhorn, Heiðarhorn og Skarðshyrnu á aðra hönd og líparítsfjallið Rauðahnúkafjall á hina. Leiðin liggur úr Andakíl í átt að Snóksfjalli sem er við vesturenda Skarðsheiðar. Á toppi fjallsins er klettastrýta prýdd stuðlabergi sem ber nafnið Snókur. Þar verður áð áður en haldið verður niður af fjallinu að austanverðu. Vegalengd 18-20 km. Hækkun 500 m. Göngutími 7 klst.

Ath. ferðin fellur niður vegna ónógrar bókunar.

Verð til félagsmanna kr. 6.000. Ef bókað er og greitt gegnum vefsíðuna fyrir kl. 15 á föstudegi fyrir ferð er 10% afsláttur og tekur verðið hér að neðan tillit til þess. Athugið að þeir sem bóka fyrirfram hafa forgang ef pláss í rútu er takmarkað.

Til að taka þátt í ferðum Útivistar þarf að gerast félagsmaður, en þeir sem ekki eru þegar félagsmenn býðst að greiða félagsgjald kr. 7.500 og fá þá félagsskírteini og fyrstu dagsferðina í kaupbæti.

Fararstjóri er María Berglind Þráinsdóttir.

Verð 6.000 kr.

Nr.

1809D01
  • Vesturland