Grímsstaðamúli

Dags:

lau. 18. ágú. 2018

Brottför:

frá BSÍ kl. 8:00

Þessi viðburður er liðinn.

Ganga á þetta víðlenda fjall fyrir ofan flatar Mýrarnar hefst við bæinn Grímsstaði. Farið er yfir mela og mosaþembur á leiðinni upp á Hrosshyrnu, sem er innst á Múlanum í 495 m hæð. Þaðan sést vel inn á Vatnaleiðina, m.a. til Langavatns og Sandvatns. Þegar hæsta tindi er náð er áfram haldið í vesturátt að hæsta stað á vesturbrún Múlans en þar er stór varða í 463 m hæð. Frá henni sést vel yfir Mýrarnar og allan þann urmul af vötnum og tjörnum sem þar er að finna. Með þessu móti hafa gönguhrólfar ferðarinnar fengið tækifæri til að ganga lítinn hring á fjallinu. Vegalengd 12 km. Hækkun  370 m. Göngutími 5-6 klst.

Verð til félagsmanna kr. 6.000. Ef bókað er og greitt gegnum vefsíðuna fyrir kl. 15 á föstudegi fyrir ferð er 10% afsláttur og tekur verðið hér að neðan tillit til þess. Athugið að þeir sem bóka fyrirfram hafa forgang ef pláss í rútu er takmarkað.

Til að taka þátt í ferðum Útivistar þarf að gerast félagsmaður, en þeir sem ekki eru þegar félagsmenn býðst að greiða félagsgjald kr. 7.500 og fá þá félagsskírteini og fyrstu dagsferðina í kaupbæti.

Verð 6.000 kr.

Nr.

1808D03
  • Vesturland