Ok - Húsafell

Dags:

lau. 14. júl. 2018

Brottför:

frá BSÍ kl. 8:00

Þessi viðburður er liðinn.

Samkvæmt íslenskri þjóðsögu er sagt að Ok og Skjaldbreiður séu brjóst ungrar risameyjar sem varð að steini þegar ættir trölla urðu aldauða í landinu. Okið er jökulnúin grágýtisdyngja, ein sú stærsta sinnar tegundar hér á landi og var í raun einn minnsti jökull landsins. Hann hefur minnkað með árunum og uppfyllir ekki lengur þau skilyrði sem þarf til að kallast jökull. Gengið er frá Langahrygg á Kaldadal upp nokkuð grýtta en þó ekki bratta hlíð að gígnum á há Okið. Áfram er haldið í norðurátt að Drangsteinabrúnum og niður með Bæjargilinu að vestanverðu að Húsafelli. Göngulengd 20–22 km. Hækkun 400 – 500 m. Göngutími 8-9 klst.

Verð til félagsmanna kr. 6.000. Ef bókað er og greitt gegnum vefsíðuna fyrir kl. 15 á föstudegi fyrir ferð er 10% afsláttur og tekur verðið hér að neðan tillit til þess. Athugið að þeir sem bóka fyrirfram hafa forgang ef pláss í rútu er takmarkað.

Til að taka þátt í ferðum Útivistar þarf að gerast félagsmaður, en þeir sem ekki eru þegar félagsmenn býðst að greiða félagsgjald kr. 7.500 og fá þá félagsskírteini og fyrstu dagsferðina í kaupbæti.

Fararstjóri Páll Arnarson.

Hætt við ferðina ekki nægur fjöldi bókaður

Verð 6.000 kr.

Nr.

1807D03
  • Vesturland