Sáta 741 m - Bifröst í Borgarfirði

Dags:

lau. 7. júl. 2018

Brottför:

frá BSÍ kl. 8:00

Þessi viðburður er liðinn.

Fyrir norðan Hreðavatn er víðáttumikið svæði sem göngumenn leggja sjaldan leið sína um. Á sýslumörkum Mýra- og Dalasýslu er Merkjahryggur og þar hefst gangan. Haldið verður upp hrygginn í norðvestur að hæsta hnúki Hundadalsheiðar. Þaðan sér vel yfir landnám Auðar djúpúðgu allt til Hvammsfjarðar. Síðan verður stefnt í suðurátt á tindinn Sátu og farið hjalla af hjalla niður að Bifröst. Þó mest beri á hinu formfagra einkennisfjalli Borgarfjarðar, Baulu, á leiðinni er víðsýnt yfir Borgarfjörð. Vegalengd 18 km. Hækkun um 400 m. Göngutími 7 klst.

Verð til félagsmanna kr. 6.000. Ef bókað er og greitt gegnum vefsíðuna fyrir kl. 15 á föstudegi fyrir ferð er 10% afsláttur og tekur verðið hér að neðan tillit til þess. Athugið að þeir sem bóka fyrirfram hafa forgang ef pláss í rútu er takmarkað.

Til að taka þátt í ferðum Útivistar þarf að gerast félagsmaður, en þeir sem ekki eru þegar félagsmenn býðst að greiða félagsgjald kr. 7.500 og fá þá félagsskírteini og fyrstu dagsferðina í kaupbæti.

Fararstjóri María Berglind Þráinsdóttir.

Verð 6.000 kr.

Nr.

1807D02
  • Vesturland