Snæfellsjökull

Dags:

sun. 1. júl. 2018

Brottför:

frá BSÍ kl. 8:00

Þessi viðburður er liðinn.

Margir trúa því að mikil orka búi í Snæfellsjökli og kannski er það þess vegna sem ganga á jökulinn í góðu veðri er með því skemmtilegasta sem hægt er að taka sér fyrir hendur. Lagt verður upp frá bækistöð vélsleðamanna á Jökulhálsi og að mestu fylgt sömu leið og þeir fara, þannig er öryggið best tryggt. Þegar upp er komið verður látið á það reyna hvort færi er á uppgöngu á hæsta tindinn, Miðþúfu, en þar ræður mestu um hversu gljúpur snjórinn er. Vegalengd 10-12 km. Hækkun 800-900 m. Göngutími 5-7 km. 

Athugið að skrá þarf þátttöku á skrifstofu Útivistar.

Verð til félagsmanna kr. 12.000. Ef bókað er og greitt gegnum vefsíðuna fyrir kl. 15 á föstudegi fyrir ferð er 10% afsláttur og tekur verðið hér að neðan tillit til þess. Athugið að þeir sem bóka fyrirfram hafa forgang ef pláss í rútu er takmarkað.

Til að taka þátt í ferðum Útivistar þarf að gerast félagsmaður. Félagsmenn fá eina dagsferð í kaupbæti, en þó er ekki hægt að nýta það í ferðina á Eyjafjallajökul.

Því miður er ferðinni aflýst vegna veðurs.

Verð 10.800 kr.

Nr.

1807D01
  • Vesturland