Leggjabrjótur - næturganga

Dags:

lau. 16. jún. 2018 - sun. 17. jún. 2018

Brottför:

frá BSÍ kl. 19:00

Þessi viðburður er liðinn.

Að þessu sinni verður boðið upp á næturgöngu um hina vinsælu gönguleið Leggjabrjót. Það er fátt betra en að vera á ferðinni á björtum sumarkvöldum. Frá Svartagili liggur leiðin um Leggjabrjót og meðfram Sandvatni. Þetta er greiðfær leið þó nafnið gefi annað til kynna. Þessi ferð er góð upphitun fyrir Jónsmessugönguna yfir Fimmvörðuháls. Vegalengd 16 km. Hækkun 500 m. Göngutími 6 klst. 

Verð til félagsmanna kr. 5.500. Ef bókað er og greitt gegnum vefsíðuna fyrir kl. 15 á föstudegi fyrir ferð er 10% afsláttur og tekur verðið hér að neðan tillit til þess. Athugið að þeir sem bóka fyrirfram hafa forgang ef pláss í rútu er takmarkað.

Til að taka þátt í ferðum Útivistar þarf að gerast félagsmaður, en þeir sem ekki eru þegar félagsmenn býðst að greiða félagsgjald kr. 7.500 og fá þá félagsskírteini og fyrstu dagsferðina í kaupbæti.

Fararstjóri Snorri Sigurðsson.

Verð 7.500 kr.
Verð 5.500 kr.

Nr.

1806D03
  • Suðvesturland