Grillirahryggur - Skorradalur

Dags:

sun. 3. jún. 2018

Brottför:

frá BSÍ kl. 8:00

Þessi viðburður er liðinn.

Gengið er frá Botni í Botnsdal upp með Botnsá. Farið er um Grillirahrygg, niður með Skúlagili og niður í Skorradal. Þaðan er gengið að fossinum Hvítserk og áfram að Eiríksvatni. Síðan er gengið áfram upp dalinn og að Uxahryggjaleið. Vegalengd 15 km. Hækkun 400 m. Göngutími 6-7 klst.

Næg bókun er í ferðina. Athugið að þeir sem bóka fyrirfram hafa forgang ef pláss í rútu er takmarkað.

Til að taka þátt í ferðum Útivistar þarf að gerast félagsmaður, en þeir sem ekki eru þegar félagsmenn býðst að greiða félagsgjald kr. 7.500 og fá þá félagsskírteini og fyrstu dagsferðina í kaupbæti.

Fararstjóri Steinar Frímannsson.

Verð 7.500 kr.
Verð 5.500 kr.

Nr.

1806D01
  • Vesturland