Eyjafjallajökull

Dags:

lau. 19. maí 2018

Brottför:

kl. 8:00

Þessi viðburður er liðinn.

Eyjafjallajökull er með hæstu fjöllum landsins þar sem hann rís tignarlegur yfir Eyjafjöllum. Farin verður svokölluð Skerjaleið upp hjá Grýtu á Þórsmerkurleið. Mjög bratt er upp á Litluheiði en síðan er gangan jafnt og þétt á fótinn upp með Skerjunum. Farið verður að Goðasteini í 1580 m hæð. Vegalengd 18-20 km. Hækkun 1500 m. Göngutími 8-10 klst. 

Athugið að skrá þarf þátttöku á skrifstofu Útivistar.

Verð til félagsmanna kr. 12.000. Ef bókað er og greitt gegnum vefsíðuna fyrir kl. 15 á föstudegi fyrir ferð er 10% afsláttur og tekur verðið hér að neðan tillit til þess. Athugið að þeir sem bóka fyrirfram hafa forgang ef pláss í rútu er takmarkað.

Til að taka þátt í ferðum Útivistar þarf að gerast félagsmaður. Félagsmenn fá eina dagsferð í kaupbæti, en þó er ekki hægt að nýta það í ferðina á Eyjafjallajökul.

Hætt við ferðina vegna veðurs!

Frétt um veðurhorfur

Verð 18.300 kr.
Verð 10.800 kr.

Nr.

1805D03
  • Suðurland