Þórustaðastígur

Dags:

sun. 29. okt. 2017

Brottför:

frá BSÍ kl. 09:30.

Þessi viðburður er liðinn.

Þórustaðastígur liggur frá bænum Þórustöðum á Vatnsleysuströnd, yfir Vesturháls (Núpshlíðarháls) að eyðibýlinu Vigdísarvöllum. Leiðin liggur yfir Reykjanesbraut og Grindavíkurgjá, framhjá Keili og Driffelli. Á móts við stóra gíginn við norðurenda Selsvalla liggur leiðin yfir hraunhaft og upp gilið andspænis gígnum. Þegar komið er upp á fjallið sveigir leiðin til suðurs í átt að Vigdísarvöllum. Vegalengd 18 km. Hækkun 300 m. Göngutími 6-7 klst.

Verð til félagsmanna kr. 4.400. Ef bókað er og greitt gegnum vefsíðuna fyrir kl. 15 á föstudegi fyrir ferð er 10% afsláttur og tekur gilt verð hér að neðan tillit til þess. Athugið að þeir sem bóka fyrirfram hafa forgang ef pláss í rútu er takmarkað.

Til að taka þátt í ferðum Útivistar þarf að gerast félagsmaður, en við greiðslu félagsgjald er félagsmanni boðið í eina dagsferð.

Fararstjóri Guðrún Hreinsdóttir.

Verð 7.500 kr.
Verð 4.400 kr.

Nr.

1710D05
  • Suðvesturland