Dags:
lau. 9. apr. 2022
Brottför:
Kl. 09:00 frá Mjódd
Þessi viðburður er liðinn.
Frá Slögu við Ísólfsskála liggur leiðin með austurhlíð Fagradalsfjalls um Nátthaga og norður með Borgarfjalli. Á hægri hönd er Langihryggur og síðan Stórihrútur. Þaðan verður haldið á Fagradalsfjall þar sem það er hæst við Langhól. Til baka verður haldið til suðurs og niður með Borgarfjalli.
Ferðin fellur niður vegna ónógrar þátttöku.
Ásta Þorleifsdóttir jarðfræðingur verður með í för og miðlar fróðleik um þá jarðfræðilegu atburði sem þarna hafa átt sér stað.
Fararstjóri er Páll Arnarson.
Vegalengd 13 km. Hækkun 300 m. Göngutími 5-6 klst.
Ef bókað er og greitt gegnum vefsíðuna fyrir kl. 15 á föstudegi fyrir ferð er 10% afsláttur og tekur verðið hér að neðan tillit til þess. Athugið að þeir sem bóka fyrirfram hafa forgang ef pláss í rútu er takmarkað.
Til að taka þátt í ferðum Útivistar þarf að gerast félagsmaður, en þeir sem ekki eru þegar félagsmenn býðst að greiða félagsgjald kr. 8.400 og fá þá félagsskírteini og fyrstu dagsferðina í kaupbæti.