Söguslóðir Grettissögu

Dags:

fös. 10. júl. 2020 - sun. 12. júl. 2020

Brottför:

auglýst síðar.

Þátttakendur koma á einkabílum að Hótel Laugarbakka síðdegis á föstudegi og verður sögu- og samverustund um kvöldið. Á laugardeginum verður byrjað á að rölta að Bjargi og þar um kring með sagnastundum og síðan keyrt á milli sögustaða. Síðdegis verður keyrt á Sauðárkrók þar sem fólk kemur sér fyrir á tjaldstæðinu eða í annarri gistingu. Um kvöldið verður farið í Grettislaug. 

Á sunnudeginum verður siglt út í Drangey og tekur Drangeyjarferðin í heild sinni 4 tíma með siglingu, göngu, leiðsögn og fuglaskoðun. Eftir siglinguna verður lokaslútt og ferðinni lýkur svo á Sauðárkróki síðdegis. 

Nr.

2007H02
  • Norðvesturland