Sumarleyfisferð: Steingrímsfjörður

Dags:

fim. 9. júl. 2020 - sun. 12. júl. 2020

Brottför:

auglýst síðar.

Þessi viðburður er liðinn.

 

9. júlí. Þátttakendur koma sér að Þorpum við Steingrímsfjörð þar sem gist verður áður en hjólaferðin hefst.

10. júlí Drangsneshringur. Hjólað frá Drangsnesi yfir í Bjarnarfjörð. Komið við á Kaldrananesi og farið yfir Bjarnarfjarðarháls niður í Steingrímsfjörð. Vegalengd 44 km.

11. júlí. Hjól og fjallganga. Hjólað frá Þorpum inn eftir Steingrímsfirði. Við bæina Miðdalsgröf og Heiðarbæ verður hjólunum lagt og gengið upp á fjallið Tind sem er um 480 m.y.s. Hjólað til baka að Þorpum með viðkomu á Sævangi þar sem hægt er að skoða Sauðfjársetrið.

12. júlí. Gilsfjarðarhringur. Ekið niður í Gilsfjörð og að Króksfjarðarnesi þar sem við leggjum bílunum. Gilsfjörðurinn hjólaður með viðkomu í Ólafsdal. Hjólað að bænum Kleifum og gengið upp að Gullfossi. Hringnum lokað á Króksfjarðarnesi. Vegalengd um 35 km. 

Aldurstakmark 16 ár.  Gist verður á Grund/Þorpum við Steingrímsfjörð. Hægt er að fá svefnpokapláss á vægu verði (ekki innifalið í verði ferðarinnar). Takmarkaður fjöldi. 

Frekari upplýsingar varðandi gistingu og annað veitir Guðrún Hreinsdóttir netfang gudrunhreins@gmail.com og sími 896 2401.

Verð 8.000 kr.

Nr.

2007R02