Hjólað í útilegu upp í Mosfellsdal – Fjölskylduferð

Dags:

fös. 3. júl. 2020 - lau. 4. júl. 2020

Brottför:

frá Toppstöðinni kl. 18.

Ferðin hefst við Toppstöðina í Elliðaárdal kl.18. Hjólað sem leið liggur upp í Mosfellsdal að tjaldstæðinu Mosskógum þar sem verður tjaldað. Ætlunin er að grilla og eiga skemmtilega kvöldstund. Eftir morgunmat daginn eftir verður hjólað til baka að Toppstöðinni. Farangur verður trússaður báðar leiðir. Vegalengd 15 km hvor leið. Allir velkomnir - Ekkert þátttökugjald. 

Nr.

2007R01