Landeyjar - Fljótshlíð

Dags:

lau. 17. ágú. 2019

Brottför:

frá tjaldstæðinu Smáratúni í Fljótshlíð kl.9:30.

Þessi viðburður er liðinn.

Ferðin hefst við tjaldstæðið í Smáratúni og hjólum við þaðan að Gluggafossi og skoðum hann. Förum að Stóra Dímon og þaðan yfir gömlu Markarfljótsbrúna og að Seljalandsfossi. Hjólum þjóðveg eitt að Hvolsvelli og þaðan Fljótshlíðarveg aftur á tjaldstæðið.
Einhverjir ætla að mæta á föstudagskvöldinu og gista á tjaldstæðinu.
Vegalengd um 55 km og áætlaður hjólatími 6-7 klst. Allir velkomnir. Ekkert þátttökugjald fyrir félagsmenn í Útivist. Aldurstakmark 16 ár.

Nr.

1908R01