Laugavegurinn

Dags:

mið. 7. ágú. 2019 - sun. 11. ágú. 2019

Brottför:

frá BSÍ kl. 08:00

  • Skáli
Þessi viðburður er liðinn.

Fyrstu nóttina verður gist í Landmannalaugum og gefst því tækifæri til að skoða umhverfið og jafnvel fara í fjallabað í lauginni. Að morgni næsta dags eru gönguskórnir reimaðir og gengið yfir Laugahraun og hjá Brennisteinsöldu í Hrafntinnusker. Áfram er haldið í suður eftir sléttum vestan Reykjafjalla og um Jökultungur að Álftavatni og gist þar. Leiðin liggur framhjá Hvanngili og í Emstrur þar sem gist er í Botnaskála. Þennan dag þarf að vaða ár sem þó ættu ekki að vera erfiður farartálmi. Frá Emstrum liggur leiðin yfir Syðri-Emstruá á göngubrú í fallegu gili og áfram sem leið liggur um Almenninga í Þórsmörk. Í Básum á Goðalandi bíður göngumanna grillveisla í einstöku umhverfi, en þar er gist í notalegum skála. Áður en haldið er heim á leið er farið í stutta göngu um nágrenni Bása.

Fararstjóri er Steinar Frímannsson.

Nánari upplýsingar um ferðina.

Verð 85.000 kr.

Nr.

1908L01
  • Miðhálendi