Selsvellir

Dags:

lau. 18. maí 2019

Brottför:

frá BSÍ kl. 8:00

Á Reykjanesskaga eru miklar minjar um gamla lífshætti m.a. Sogasel þar sem gangan hefst. Gengið verður meðfram brekkurótum að Selsvöllum og áfram suður milli hrauns og hlíðar fram með Skolahrauni og Grákvíguhrauni. Komið niður á Suðurstrandarveg á móts við Selatanga. Vegalengd 13 km. Hækkun óveruleg. Göngutími 4-5 klst.   

Verð til félagsmanna kr. 6.000. Ef bókað er og greitt gegnum vefsíðuna fyrir kl. 15 á föstudegi fyrir ferð er 10% afsláttur og tekur verðið hér að neðan tillit til þess. Athugið að þeir sem bóka fyrirfram hafa forgang ef pláss í rútu er takmarkað.

Til að taka þátt í ferðum Útivistar þarf að gerast félagsmaður, en þeir sem ekki eru þegar félagsmenn býðst að greiða félagsgjald kr. 7.500 og fá þá félagsskírteini og fyrstu dagsferðina í kaupbæti.

Verð 5.400 kr.

Nr.

1905D03