Gamlar þjóðleiðir 2: Svínaskarðsleið

Dags:

lau. 30. mar. 2019

Brottför:

frá BSÍ kl. 8:00

Þessi viðburður er liðinn.

Svínaskarð er á milli Móskarðshnúka og Skálafells og er gatan um skarðið gömul alfaraleið. Lagt upp frá Hrafnhólum og gengið á slóða upp í skarðið sem er í 481 m hæð og síðan niður í Svínadal í Kjós.   Vegalengd 14 km. Hækkun 400 m. Göngutími 5 klst.

Til að taka þátt í ferðum Útivistar þarf að gerast félagsmaður, en þeir sem ekki eru þegar félagsmenn býðst að greiða félagsgjald kr. 7.500 og fá þá félagsskírteini og fyrstu dagsferðina í kaupbæti.

Fararstjóri er Páll Arnarson.

Nánari upplýsingar um raðgönguna.

Verð 6.000 kr.

Nr.

1903D05