Hengill 1: Hveragerði – Nesjavellir

Dags:

lau. 2. mar. 2019

Brottför:

frá BSÍ kl. 9:30

Þegar gengið er upp Reykjadal, einn vinsælasta ferðamannastað landsins, er yfirleitt farið frá Dalakaffi og það á einnig við um þessa ferð. Í stað þess að fara venjubundna leið verður haldið inn Grensdal. Dalurinn er litríkur og þar hefur jarðhitavirkni aukist til muna eftir jarðskjálftana síðasta áratug. Þægileg ganga er inn dalinn eftir stígum en nokkuð á fótinn upp Dalaskarð en þaðan verður farið upp í Klambragil og upp á Ölkelduháls. Göngulandið er dálítið giljótt en stundum er gengið á sléttum grundum alla leið að Nesjavallavirkjun. Vegalengd 16 km. Hækkun 400 m. Göngutími 7 klst. Vaðskór.

Verð til félagsmanna kr. 6.000. Ef bókað er og greitt gegnum vefsíðuna fyrir kl. 15 á föstudegi fyrir ferð er 10% afsláttur og tekur verðið hér að neðan tillit til þess. Athugið að þeir sem bóka fyrirfram hafa forgang ef pláss í rútu er takmarkað.

Til að taka þátt í ferðum Útivistar þarf að gerast félagsmaður, en þeir sem ekki eru þegar félagsmenn býðst að greiða félagsgjald kr. 7.500 og fá þá félagsskírteini og fyrstu dagsferðina í kaupbæti.

Verð 5.400 kr.

Nr.

1903D01