Fjallfarar

Dags:

mið. 12. sep. 2018 - sun. 23. jún. 2019

Tími:

Þessi viðburður er liðinn.

Athugið að FULLBÓKAÐ er í hóp Fjallfara 2018-2019!

Fjallfarar Útivistar er samhentur hópur sem gengur saman 20 skipulagðar göngur frá september 2018 fram í júní 2019.  Að jafnaði er ein kvöldganga í mánuði og ein dagsferð með undantekningum þó en dagskránni lýkur með helgarferð yfir Fimmvörðuháls á Jónsmessu. Í kvöldgöngum og einstaka dagsferðum sameinast hópurinn í bíla en í öðrum ferðum verður ferðast í rútu.  Allajafna er brottför í kvöldgöngur kl. 18:00 á miðvikudegi og dagsferðir kl. 8:00 á laugardegi.

Fjallfarar henta þeim sem þegar hafa tekið sín fyrstu skref í fjallgöngum og útivist og vilja ferðast drjúgar dagleiðir og skemmtilegar kvöldgöngur í góðra vina hópi.  Rík áhersla verður lögð á liðsheild og félagsanda.

Til að gerast Fjallfari Útivistar starfsárið 2018-2019 getur þú skráð þig á skrifstofu Útivistar, í síma 562-1000 eða á Útivist.is. Þátttökugjald fyrir félagsmenn eru 65.000 krónur.  Kynningarfundur verður haldinn þann 5. september 2018 kl. 21:00.  Athugið að takmarkaður fjöldi þátttakenda kemst að.

Fararstjórar Fjallfara eru Guðrún Svava Viðarsdóttir, Björgólfur Thorsteinsson, Jóhanna Fríða Dalkvist og Guðmundur Örn Sverrisson.

 

Dags. Heiti Áætluð hækkun Áætluð vegalengd Tegund ferðar Gráðun
12.09 Grænadyngja 300 m 7 km Kvöldganga 1 skór
29.09 Síldarmannagötur 500 m 16-17 km Dagsferð 2 skór
10.10 Arnarhamar 540 m 6,5 km Kvöldganga 2 skór
27.10   Bláfjallaleið #1 Óveruleg 20 km Dagsferð 2 skór
07.11 Borgarferð 250 m 5,5 km Kvöldganga 1 skór
24.11 Þórustaðastígur 300 m 18 km Dagsferð 2 skór
05.12 Jólaævintýri Óveruleg 5-6 km Kvöldganga 1 skór
23.01 Helgadalur Óveruleg 5,5 km Kvöldganga 1 skór
02.02 100 gíga leiðin 400 m 13 km Dagsferð 2 skór
13.02 Óvissuferð  -  - Kvöldganga 1 skór
02.03 Mosfellsk alpaferð 5-600 m 18-19 km Dagsferð 2 skór
13.03 Búrfellsgjá 100 m 6,5 km Kvöldganga 1 skór 
23.03 Keilir-afmælisganga 250 m 7-9 km Dagsferð 2 skór
13.04 Óvissuferð  -  - Dagsferð 2-3 skór
24.04 Þríhnúkar og Stardalshnúkur 500 m 10-11 km Kvöldganga 2 skór
11.05 Hafnarfjall 800 m 16-18 km Dagsferð 3 skór
22.05 Ingólfsfjall 500 m 7-10 km Kvöldganga 2 skór
08.06 Selvogsgata 350-400 m 23-24 km Dagsferð 3 skór
19.06 Þorbjörn 250 m 7-9 km Kvöldganga 1 skór
21.-23.06 Fimmvörðuháls 1100-1200 m 26 km Helgarferð 3 skór

 

 

Athugið að dagskrá getur breyst m.t.t. veðurs og utanaðkomandi aðstæðna.

Verð 65.000 kr.
Verð 65.000 kr.

Nr.

1800P01


Myndband